Erlendir skjalaverðir heimsóttu Borgarskjalasafn

Tveir þátttakendur á ráðstefnu skjalavarða háskóla og rannsóknastofnana sem haldin var hér á landi 13. til 20. september, óskuðu eftir að fá að kynnast starfi Borgarskjalasafns. Þær Anna Domelanus frá Póllandi og Debrah Hollie frá Bandaríkjunum komu í heimsókn 20. september, skoðuðu safnið, kynntu sér aðstöðu þess, safnkostinn og þjónstu.

Að lokum fengu þær að gjöf bókina Evidence! Europe Reflected in Archives sem Borgarskjalasafn stóð að útgáfu ásamt skjalasöfnum í Evrópu.