Fjölmenni á fræðslufundi um skjöl kvenna

Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður hélt erindi á fræðslufundi á Héraðsskjalasafninu á Akureyri föstudaginn 10. apríl 2015 þar sem fjallað var um varðveislu á skjalasöfnum einstaklinga, með áherslu skjöl kvenna.

Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust sérlega líflegar umræður að honum loknum. Aðalbjörg Sigmarsdóttir, héraðsskjalavörður á Akureyri fjallaði um safnið og starfsemi þess, Lára Ágústa Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni á Akureyri fjallaði um lagaumhverfi safnsins, söfnun þess á skjölum og viðskiptavini og loks fjallaði Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í Reykjavík um mikilvægi þess að varðveita skjöl kvenna og ræddi um þá staðreynd hversu fáar konur afhenda skjalasöfnum skjöl sín til varðveislu og velti fyrir sér mögulegum ástæðum þess.

Hér má sjá nokkrar ljósmyndir frá fræðslufundinum og hægt er að hlýða á upptöku af fyrirlestrinum á með því að smella á hlekk hér fyrir neðan eða fara á:

https://www.youtube.com/watch?v=u8qN1BJ-1CA

Bæði Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Héraðsskjalasafnið á Akureyri taka þátt í þjóðarátaki í því að fá skjöl kvenna til varðveislu og vekja athygli á mikilvægi þess að sagan kvenna varðveitist.

Fyrirlestur Svanhildur var styrkur af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi.

http://kosningarettur100ara.is/