Getraun Borgarskjalasafns á menningarnótt

Borgarskjalasafn Reykjavíkur stóð fyrir svohljóðandi getraun á menningarnótt 2006:

Hver er talin vera elsta gatan í Reykjavík?

  a) Pósthússtræti   b) Aðalstræti   c) Grjótagata

Hversu löng var afmælistertan á 200 ára afmæli Reykjavíkur árið 1986?

  a) 200 m   b) 20 m   c) 100 m

Hvaða kona gegndi fyrst embætti borgarstjóra?

  a) Auður Auðuns   b) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir   c) Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Rétt svör eru:

1. - b) AÐALSTRÆTI 2. - a) 200 M 3. - a) AUÐUR AUÐUNS

Fjöldi gesta tók þátt í getrauninni og voru flestir með öll svör rétt. Nöfn þriggja þátttakenda voru dregin úr pottinum:

Anna B. Thorsteinsson Embla Ýr Bárudóttir Eyþór Eysteinsson

Þessi þrjú fá í verðlaun bókina Evidence! Europe Reflected in Archives og konfekt.