Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar

Starfsfólk Borgarskjalasafns óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem senn er að líða.

Í tilefni dagsins langar okkur að sýna ykkur brot úr bók sem kom upp við skráningu einkaskjalasafns. Bókin er sjóðbók yfir viðhald á húsum Bessastaða og nær yfir árin 1941– 1946. Í bókinni er ekki aðeins viðhald fyrir ríkisstjórabústaðinn að finna, sem síðar verður að forsetabústað, heldur einnig viðhaldskostnað á húsnæði fjósamanns, starfsmannahúss, gamla útihússins, fjósið og hlöðubygging ásamt viðhaldskostnaði á húsmunum ríkisstjórabústaðarins. Ætla má að bókin hafi verið haldin af staðarhaldara, ráðsmanni eða bústjóra Bessastaða á þeim tíma. Inni í téðri bók var svo að finna bréf til skipulagsnefndar atvinnumála í Reykjavík sent frá Akureyri fyrir 89 árum, næstum upp á dag. Bréfið hefur að geyma upplýsingar um verkun fisks á Norðurlandi þ.e. á Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Dalvík og Húsavík ásamt verðlagningu.

Hefur þú kenningu á því hvernig bréfið endaði í þessari sjóðbók? Ef svo er þá viljum við heyra af því í gegnum netfangið okkar borgarskjalasafn@reykjavik.is

Til að stækka skjölin er hægt að smella á myndirnar. 

Mynd 1.1 

Viðhaldskostnaður bústaðs ríkisstjóra á Bessastöðum árið 1941 og viðhaldskostnaður á bústað forseta Íslands árið 1945.  

 

Mynd 1.2 

Viðhaldskostnaður á íbúð fjósamanns á Bessastöðum árið 1946.

Mynd 1.3

Bréf til skipulagsnefndar atvinnumála í Reykjavík, um fiskverkun á norðurlandi, skrifað á Akureyri 23. apríl 1935.