Heildstæð athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979

Borgarráð hefur samþykkt að skipa nefnd til að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fyrir tímabilið 1974 til 1979. Er það í framhaldi af fyrri athugun sem gerð var á vöggustofum fyrir tímabilið 1949-1973. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl vöggustofunnar.

Frekari upplýsingar um málið má finna hér: https://reykjavik.is/frettir/samthykkt-ad-gera-heildstaeda-athugun-starfsemi-voggustofu-fra-1974-1979 

Einstaklingar geta óskað eftir því við Borgarskjalasafn hvort þar séu varðveitt skjöl sem tengjast því hvort þeir hafi verið vistaðir á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974-1979. Er það gert með því að fylla út fyrirspurnarform á forsíðu heimasíðu safnsins og velja "Vöggustofa" í efnisatriði fyrispurnar.

Fyrirspurnarformið má nálgast hér: https://www.borgarskjalasafn.is/is/senda-fyrirspurn