Hótel Borg 80 ára

Í dag 18. janúar eru 80 ár síðan veitingasalir Hótels Borgar voru teknir í notkun en hótelið sjálf var opnað nokkrum mánuðum síðar. Hótel Borg þótti einstaklega glæsilegt en það var hannað í Art Deco-stíl af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins.

Gyllti salurinn, með þýskum freskómyndum á veggjum og í lofti, þótti sérlega fallegur og þar og í öðrum veitingasölum hótelsins var vinsælt að halda veislur, dansleiki og skemmtanir.

Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur eru varðveittar í einkaskjalasöfnum fjölmargar heimildir um fyrstu áratugi Hótels Borgar. Meðal þeirra má nefna veisluskrár, boðskort og matseðlar.

Hér má sjá dæmi um dagskrá veislu sem haldin var að Hótel Borg 5. apríl 1930, nokkrum vikum eftir að veitingarsalir hótelsins opnuðu.

Matseðill veislunnar 5. apríl 1930. Skemmtilegt er að sjá þýðinguna neðst. (Úr smáprenti Borgarskjalasafns)

Hér má sjá umfjöllun Morgunblaðsins 19. janúar 1930 um opnun Hótels Borgar deginum áður.

Umfjallanir um afmælið:

http://eimreidin.eyjan.is/2010/01/hotel-borg.html

http://www.dv.is/frettir/2010/1/17/turnsvitan-borginni-opin-80-ara-afmaelinu/

Vefsíða Hótels Borgar:

http://hotelborg.is/?c=webpage&id=32&lid=31&pid=0&option=links