Jólin í bréfaskrifum kvenna.

Útstilling vasaklúta, sem var vinsæl jólagjöf á árum áður, í Haraldarbúð sem var til húsa í Austurst…
Útstilling vasaklúta, sem var vinsæl jólagjöf á árum áður, í Haraldarbúð sem var til húsa í Austurstræti 22 á árunum 1915-1960.

 

Í þriðju „jólagrein“ Borgarskjalasafns Reykjavíkur skyggnumst við í bréfasafn Guðlaugar (Lóu) Elínar Úlfarsdóttur (f. 1918 - d. 2002) hannyrðarkonu í skjalasafni hennar nr. E-239.

 

Bréfin voru send af vinkonum Guðlaugar sem þá var á sextánda aldursári til hennar í ársbyrjun 1934. Þar lýsa vinkonurnar fyrir Guðlaugu, eftir hennar ósk hvað þær gerðu yfir jólahátíðarnar árið 1933, svo sem gestagangi og ekki síst hvað þær fengu í jólagjafir.

 

 

 

Jólagjafirnar innihéldu meðal annars vasaklúta, manikjúrkassa, höfuðvatnsglas og fjölmörg kort. Bréfaskrifari fór í mörg boð, dansaði, söng og spilaði svo fátt eitt sé nefnt.

Martha fékk silkiundirföt, 20 króna permanent krullur, silkisokka, vasaklúta, bréfsefni, herðatré, handmálaða silkivasaklúta og fjögur sokkabönd í jólagjöf. Hún fór einnig á jólaball á Hótel Borg, keypti sér kjól fyrir jólin og fallega svarta rúskinsskó. Eins og hún lýsir því sjálf þá hafi hún „ekki haldið kyrru fyrir um jólin.“