Kennsla í skuggabrúðugerð í Grófarhúsi í dag laugardag 12. feb.

Laugardaginn 12. febrúar kl. 14-16 verður sameiginleg dagskrá safnanna í Grófarhúsi; þ.e. Borgarbókasafns, Ljósmyndasafns og Borgarskjalasafns. Þar verður kennt að búa til brúður og setja upp eigið skuggaleikhús.  Leiðbeinendur eru Bryndís Gunnarsdóttir og Kristín Arngrímsdóttir. Námskeiðið er ókeypis og er hægt að koma hvenær sem er á milli kl. 14 og 16. Það efni sem þarf að nota er á staðnum.

Sýning á spjöldum um Brúðuleikhúsið sem var stofnað árið 1968 er á 1. hæð Grófarhúss á vegum Borgarskjalasafns. Þar eru einnig sýningarkassar með skuggaleikhússbrúðum sem Brúðuleikhúsið notaði.  Sýningin stendur til og með 20. febrúar nk og er opin á opnunartíma Grófarhúss. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Ljósmyndir frá skuggabrúðugerð í Grófarhúsi 12. feb. 2011