Könnun á ástandi skjalavörslu hjá Reykjavíkurborg

Borgarskjalasafn gengst nú fyrir viðamikilli könnun á ástandi skjalavörslu hjá sviðum, stofnunum og deildum Reykjavíkurborgar, ásamt fyrirtækjum/byggðasamlögum í meirihlutaeigu hennar, skv. ákveðnu úrtaki. Við gerð könnunar var horft til þess að hún yrði samburðarhæf við nýlega könnun Þjóðskjalasafns Íslands og könnun Borgarskjalasafns frá árinu 2006.

Tilgangur með könnunni er meðal annars að fá yfirlit yfir stöðu og ástand skjalamála hjá Reykjavíkurborgar í dag, kanna fræðsluþörf, viðhorf til rafrænnar langtímavörslu skjala í framtíðinni  og hverju mikið af eldri skjölum bíði afhendingar á Borgarskjalasafn. Safnið mun nota könnun til að meta áherslur í starfi sínu í framtíðinni og fræðslu.

Könnunin stendur fram í lok ágústmánaðar og verða niðurstöður verða kynntar í árslok 2013.

---

Borgarskjalasafn Reykjavíkur var stofnað árið 1954 og er eitt af tuttugu héraðsskjalasöfnum landsins. Það starfar skv. lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985, reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 og samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um safnið frá 2006. Borgarskjalasafn hefur sama hlutverk gagnvart Reykjavíkurborg og fyrirtækjum í meirahlutaeigu borgar og Þjóðskjalasafn gagnvart ríkisstofnunum og fyrirtækjum ríkisins.

Meginverkefni Borgarskjalasafns er móttaka og varðveisla eldri skjala frá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar, eftirlit og leiðbeiningar um skjalastjórn til stofnana og afgreiðsla fyrirspurna. Á síðasta ári bárust um 400 hillumetar af skjölum til safnsins, formlegar fyrirspurnir vorum um 2000 talsins og gestir á sýningar og opin hús um 7500. Sjö fastir starfsmenn eru við safnið en einnig hafa verið tímabundnir starfsmenn við safnið síðustu ár við skráningu, ljósmyndun og skönnun skjala.

Hægt er að senda fyrirspurnir til safnsins eða setjast niður á lesstofu og skoða skjöl. Safnið birtir í auknum mæli skjöl á vefnum og má þar til dæmis nefna brunabótavirðingar, sem er vinsæll skjalaflokkur. Borgarskjalasafns rannsakar og kynnir sögu Reykjavíkur og stuðlar að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu Reykjavíkur. Safnið er í því skyni með sérstaka Facebook síðu og stendur reglulega fyrir sýningum þar sem saga borgarinnar er kynnt.

Sjá:

www.borgarskjalasafn.is

www.facebook.com/borgarskjalasafn

www.borgarskjalasafn.is/brunabotavirdingar

Fyrirspurnir sendist borgarskjalasafn@reykjavik.is