Kristín Fjóla Fannberg nýr lögfræðingur Borgarskjalasafns

Kristín Fjóla Fannberg hefur verið ráðin lögfræðingur Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Kristín Fjóla er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2001 og hlaut lögmannsréttindi fyrir héraðsdómi 2003. Hún er alin upp í Kópavogi.

Helsta starfsreynsla utan Reykjavíkurborgar: Kortaþjónustan, Íslandsbanki hf., FME og Hilda ehf. félags í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands. 

Kristín Fjóla er í sambúð með Birgi Birgissyni og saman eiga þau 3 börn. Helstu áhugamál hennar eru útivera, hjólreiðar og hitta skemmtilegt fólk.

Við bjóðum Fjólu velkomna til starfa á Borgarskjalasafni.