Í ár eru 50 ár frá því að konur lögðu niður störf sín, launuð jafnt sem ólaunuð, í heilan dag sem hafði mikil áhrif á samfélagið. Með þessu sýndu konur á Íslandi fram á mikilvægi vinnuframlags síns og að framlag kvenna til samfélagsins, yfir höfuð, hefði verið lítils virt.
Framkvæmdanefnd kvennafrís taldi upp nokkrar ástæður hvernig þessi atriði birtust í samfélaginu, má meðal annars nefna: „… meðallaun kvenna við verslunar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf, „… meðaltekjur verkakvenna og verkakarla er 30.000.- krónur á mánuði“, „…kynferði umsækjanda ræður oft meira um stöðuveitingu en menntun og hæfni“.
Síðar um daginn söfnuðust konur saman á útifundi við Arnarhól. Í dagbókarfærslu Kristínar Helgadóttur lýsir hún fundinum sem stórkostlegum.
Yfirlýsing frá Framkvæmdarnefnd Kvennafrís.
Úr einkaskjalasafni E-753 Kvennafrídagurinn 24. október 1975.
Hægt er að lesa nánar um dagskrá kvennaverkfalls í ár hér.