„Lát höndina starfa við hugans bál.“ Iðngreinar í Reykjavík á 19. og 20. öld.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur opnað sýningu á skjölum er tengjast iðngreinum. Skjölin sem notuð eru á sýningunni koma flest úr einkaskjalasöfnum einstaklinga og félagasamtaka. Til sýnis eru sveins- og meistarabréf, diplómur, teikningar, ljósmyndir og önnur skjöl er sett hafa svip sinn á þróun iðngreina á Íslandi og þá sérstaklega í Reykjavík. Sýningin er staðsett á 3. og 4. hæð Tryggvagötu 15 – Grófarhúsi í stigagangi og lesstofu safnsins, sem opin er virka daga milli 13:00 – 16:00.