Menningarnótt á Borgarskjalasafni 21. ágúst 2010

Borgarskjalasafn tók nú þátt í menningarnótt í ellefta sinn. Að þessu sinni opnaði safnið kl. 13.00 og var opið til kl. 21.00. Boðið var upp á sýningu um tísku, eldri ljósmyndum var varpað á tjald og barnahornið var vinsælt en þar var bæði hægt að lita og gera dúkkulísur.

Kl. 17.00 kom helmingur hljómsveitarinnar Varsjárbandalagsins og lét angurværa balkan tónlist og fjöruga Klezmer tónlist. Hljómsveitin lék í um klukkustund og var góð aðsókn að tónleikunum. Kl. 19.30 kom Örlygur Eyþórsson harmoníkkuleikari til skjalanna og lék sjómannavalsa og Reykjavíkurlög.

Óvenjugóð aðsókn var fyrri hluta dags sem jókst þegar leið á daginn. Hins vegar voru fáir á ferli síðustu klukkustundina sem safnið var opið, enda var þá hafnir stórtónleikar á Ingólfstorgi og við Arnarhól og ennfremur kalt í veðri. Samtals komu 560 gestir á safnið þessar átta klukkustundir og hafa þá ferðir starfsmanna verið dregnar frá.