Nefnd skipuð um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu frá 1974- 1979

Nefnd skipuð um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu frá 1974- 1979

Borgarráð staðfesti fimmtudaginn 15. febrúar tillögu að skipan nefndar þriggja óháðra sérfræðinga sem munu gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árin 1974- 1979.

Nefndina skipa Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og verður hann formaður, Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti sálfræðideildar Háskóla Íslands og Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi.

https://reykjavik.is/frettir/nefnd-skipud-um-heildstaeda-athugun-starfsemi-voggustofu-fra-1974-1979