Norðmenn í heimsókn

Í dag kom í heimsókn á Borgarskjalasafn átta manna hópur skjalavarða frá Noregi. Hópurinn starfar allur við Interkommunalt Arkiv for Møre og Romsdal IKS.

Skjalaverðirnir fengu fræðslu um starfsemi héraðsskjalasafna með áherslu á Borgarskjalasafn. Þau höfðu sérstaklega áhuga á söfnun einkaskjalasafn hjá Borgarskjalasafni, miðlun fyrir almenning og undirbúning undir rafræna langtímavarðveislu. Þau skoðuðu einnig safnið og tóku þátt í móttöku á skjalasafni Kaupmannasamtaka Íslands. Þau fræddu einnig starfsmenn Borgarskjalasafns um hvernig staðið væri að starfi hjá þeim.