Norrænn skjaladagur 9. nóvember 2013

Laugardaginn 9. nóvember 2013 verður haldið upp á Norrænan skjaladag um öll Norðurlönd. Yfirskrift dagsins á að vekja athygli á þeim fjársjóði sem varðveittur er á skjalasöfnunum. Opinber skjalasöfn á Íslandi hafa komið upp sérstökum vef með efni með slóðinni  www.skjaladagur.is og verða þar framlög frá Borgarskjalasafni.

Þjóðskjalasafn Íslands og mörg héraðsskjalasöfn verða með sýningar eða opið hús en Borgarskjalasafn verður ekki með sérstaka dagskrá að þessu sinni.

Hér má sjá dagskrá safnanna.

Borgarskjalasafn er með þrjú þemu á vefnum:

,,..., sátum við þar lengi og röbbuðum." - Dagbækur Bjarna Benediktssonar og einkaskjalasafn hans.

,,Í rauninni ertu mesta dugnaðar telpa" - Ritgerðasafn barna í einkaskjalasafni Baldurs Pálmasonar.

,,Tvöfaldur trekvart tommu panilborð og pappi og listar á milli." - Brunabótavirðingar húsa í Reykjavík á netinu.

 

Hér má sjá eldra efni frá Borgarskjalasafni á skjaladagsvef og einnig má hér sjá viðtal við borgarskjalavörð frá árinu 2004 um þann fjársjóð sem er í skjalageymslunum.