Ný handbók um skjalavörslu sveitarfélaga

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga sem leysir af hólmi eldra rit frá 1997. Handbókin er ætluð skjalamyndurum sveitarfélaga, þ.e. sveitarstjórnarskrifstofum, stofnunum sveitarfélaga og fyrirtækjum í þeirra eigu, og er öllum helstu þáttum í skjalavörslu þessara aðila gerð skil.

Handbókin er 180 blaðsíður að lengd með fylgiskjölum, ítarlegum hugtakaskýringum og atriðisorðaskrá. Handbókin hefur verið send öllum sveitarfélögum landsins en hana má einnig kaupa hjá Þjóðskjalasafni eða sækja á vef safnsins.

Jafnframt hefur þjóðskjalavörður látið birta sex reglur í stjórnartíðindum um skjalavörslu. Fimm þessara reglna gilda meðal annars um sveitarfélög og stofnanir þeirra og fyrirtæki á þeirra vegum. Regla nr. 627 snýr eingögnu að sveitarfélögum og stofnunum þeirra. Reglurnar tóku allar gildi 1. ágúst 2010.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast reglurnar:

Nr. 622. Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla afhendingarskyldra aðila.

Nr. 624. Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um tilkynningu og samþykkt rafrænna skjalavörslukerfa afhendingarskyldra aðila.

Nr. 625. Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um tilkynningu rafrænna skráa og gagnagrunna afhendingarskyldra aðila.

Nr. 626. Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila.

Nr. 627. Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnana þeirra.

Borgarskjalasaafn mun kynna handbókina og reglurnarfyrir stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar á haustmánuðum með námskeiðum og kynningum. Það verður betur kynnt síðar.