Ný lög um opinber skjalasöfn

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. Það kemur í stað laga um Þjóðskjalasafn Íslands frá árinu 1985, nr. 66/1985.

Sjá má frumvarp, feril málsins og breytingartillögur hér.

Mörgum þótti frumvarpið langt, að mörgu leyti óþjált og ekki til bóta frá gildandi lögum.

Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpið eins og sjá má hér, þar á meðal frá Félagi héraðsskjalavarða og frá einstökum héraðsskjalaverðum.

Lesa má umsögn borgarskjalavarðar hér og hér er frétt Félags héraðsskjalavarða um málið.

Markmið laganna er að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.

Þau taka til Þjóðskjalasafns Íslands, héraðsskjalasafnanna tuttugu, en Borgarskjalasafn Reykjavíkur er eitt þeirra og til skjalavörslu þeirra aðila sem eru afhendingarskyldir til safnanna.

Í lögunum er einnig. kveðið á um upplýsingarétt almenning á skjölum sem náð hafa 30 ára aldri en áður giltu upplýsingalög um öll skjöl óháð aldri. Því er ljóst að kynna þarf lögin vel fyrir almenningi.

Ekki liggur ennþá fyrir hvernig endanleg lög líta út, þar sem allsherjar- menntamálanefnd gerði fjölmargar breytingatillögur á frumvarpinu, sem voru samþykktar. 

Á vef Alþingis er hægt að óska eftir að fá lögin send þegar vinnslu er lokið.