Ný lög um opinber skjalasöfn birt

Alþingi samþykkti þann 16. maí sl. lög um opinber skjalasöfn og taka þau við af lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 1985. Ný lög taka þegar gildi. Hér er tengill á nýju lögin.

Frumvarpið um opinber skjalasöfn var umdeilt og rituðu fjölmargir athugasemdir við það, m.a. fjölmargir héraðsskjalaverðir þ.á.m. borgarskjalavörður. Meðal annars eru gerðar athugasemdir við það að upplýsingaréttur skiptist nú á milli tveggja laga; upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn eftir aldri.

Lögin verða betur kynnt á haustmánuðum.