Ný stefna ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í liðinni viku nýja stefnu um upplýsingasamfélagið 2013 til 2016. Kjarnahópur fulltrúa allra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að mótun stefnunnar og tillagna um aðgerðir og í því skyni átt víðtækt samráð á fundum og á netinu.

Vöxtur í krafti netsins – byggjum, tengjum og tökum þátt er yfirskrift stefnunnar sem kemur í beinu framhaldi af stefnunni Netríkið Ísland 2008 til 2012. Fjallað er um rafræna stjórnsýslu, framboð og notkun á opinberri þjónustu á netinu, samstarf ríkis og sveitarfélaga og síðan eru sett fram mælanleg markmið og fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Gert er ráð fyrir að ríki og sveitarfélög starfi áfram saman og hrindi stefnunni í framkvæmd.

Hér fyrir neðan eru tenglar á stefnuna og framkvæmdaáætlun hennar.

Vöxtur í krafti netsins - stefna um upplýsingasamfélagið 2013 til 2016

Vöxtur í krafti netsins - framkvæmdaáætlun 2013 til 2016