Nýárskveðjur á netinu

Árið er liðið og aldrei kemur það aftur. Af því tilefni býður Borgarskjalasafn öllum að senda vinum og ættingjum nýárskveðju, sér að kostnaðarlausu. Að þessu sinni eru nýárskortin gömul falleg kort úr stóru póstkortasafni Borgarskjalasafns.

Fyrir jól bauð Borgarskjalasafn eins og fyrri ár, upp á jólakort á netinu og voru viðtökur vægast sagt góður og mikill fjöldi fólks sendi vinum og ættingjum hér heima og erlendis jólakveðjur. En hægt var að senda þær á yfir 25 tungumálum.

Að lokum vill Borgarskjalasafn þakka öllum þeim sem til þess hafa leitað og óskar Reykvíkingum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.