Nýr opnunartími lesstofu safnsins frá 1. júní 2024

Tjörnin í Reykjavík. Ljósmynd úr einkaskjalasafni Katrínar Skaptadóttur E-520. ©Borgarskjalasafn Rey…
Tjörnin í Reykjavík. Ljósmynd úr einkaskjalasafni Katrínar Skaptadóttur E-520. ©Borgarskjalasafn Reykjavíkur.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur vill vekja athygli á breytingu á opnunartíma á lesstofu safnsins.

Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður opnunartíminn þar eftir sem hér segir:

Lesstofan verður opin mánudaga og þriðjudaga frá klukkan 13:00 – 15:00. Aðra daga verður hún lokuð.

Fyrirpurnir í gegnum vefsíðu safnsins verða eftir sem áður afgreiddar eins fljótt og auðið er.

Því hvetjum við öll að hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið okkar hér.