Nýr vefur Borgarskjalasafns Reykjavíkur

Heimasíða Borgarskjalasafns Reykjavíkur
Heimasíða Borgarskjalasafns Reykjavíkur

Á síðunni geta öll nú sent inn fyrirspurnir á vefformi til safnsins t.d. hvað varða persónuleg gögn, upplýsingar úr starfsemi borgarinnar eða einkaskjalasöfnum.

Framsetning og aðgengi að skjalaskrám safnsins hefur verið stórbætt og þær gerðar leitarbærar. Skiptast þær í opinber gögn og einkaskjalasöfn sem flokkast eftir einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.

Þá geta stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkur leitað upplýsinga um skjalastjórn opinberra stofnana, rafræn skil, leiðbeiningar og ráðgjöf og lög og reglur sem að þeim snýr.

Fyrir áhugasamt um söguna kennir ýmissa grasa. Nú eru aðgengileg á síðunni elstu skjöl Reykjavíkur sem innihalda gríðarlega fjölbreytta skjalaflokka úr safnkostinum. Má þar sem dæmi nefna gjörðabækur, bréfabækur, málefni bæjarstjórnar, skólamál, fátækramál og margra fleira. Einnig eru aðgengileg manntöl í Reykjavík allt frá 1801 til 1960 og enn er verið að bæta við síðari árum. Að auki má nefna brunavirðingar húsa í Reykjavík 1811-1981. Með þessu eru skjölin gerð aðgengileg öllum.

Þá má minnast á yfirlit yfir sýningar og skjaladaga sem safnið hefur komi að.

Einnig eru á forsiðu vefsins aðgengilegar sérsíður um Bjarna Benediktsson fyrrum borgarstjóra og forsætisráðherra og Ólaf Thors fyrrum forsætisráðherra.

Borgarskjalasafn hvetur öll til að skoða síðuna og nýta þær upplýsingar sem þar er að finna og vonar að hún sé bæði til gagns og gamans.

Síðan er gerð af Stefnu hugbúnaðarhúsi www.stefna.is og þakkar safnið þeim kærlega fyrir afar gott samstarf.