Ólafur Ásgeirsson fv þjóðskjalavörður látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014 en hann var þjóðskjalavörður í ríflega 27 ár.

Ólafur fæddist 20. nóvember 1947 í Reykjavík, sonur Dagmarar Gunnarsdóttur og manns hennar Ásgeirs Ólafssonar forstjóra Brunabótafélags Íslands, elstur fjögurra systkina.

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1967, BA-prófi í sagn­fræði og þjóðfé­lags­fræði frá Há­skóla Íslands 1971 og cand. mag.-prófi í sagn­fræði frá sama skóla árið 1976., kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð og var skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá árinu 1977 um sjö ára skeið. Hann var skipaður þjóðskjalavörður frá 1. janúar 1985 og lét af því starfi 1. júní 2012 og er því sá maður sem lengst hefur gegnt því embætti.

Undir hans forystu tók starfsemi Þjóðskjalasafns stakkaskiptum. Ólafur hafði frumkvæði að því að hús Mjólkursamsölunnar við Laugaveg voru keypt undir starfsemi safnsins og gert upp þannig að það hentaði starfsemi safnsins. Þar óx safnið og dafnaði. Ólafur lagði mikla áherslu á að bæta skjalavörslu hins opinbera með því að láta setja nýjar reglur og leiðbeiningar um skjalahald og skjalavörslu. Héraðsskjalasöfnum fjölgaði úr 13 í 20 á þessum árum.  Ólafur sat í ýmsum nefndum á vegum Alþjóða skjalaráðsins (ICA) og var heiðursfélagi þess.

Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Vilhelmína Elsa Johnsen menntaskólakennari. Þau eignuðust þrjú börn, Dagmar Ýri, Ásgeir og Elínborgu Ingunni.

Starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur þakka fyrir gott samstarf við Ólaf og og senda innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina og fyrrum samstarfsmanna.

Útför Ólafs verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. maí nk. kl. 15:00.