Raflagnateikningar

Teikningavefur Reykjavíkurborgar
Teikningavefur Reykjavíkurborgar

Byrjað var að teikna raflagnateikningar í húsum í Reykjavík upp úr árinu 1920 og voru þær varðveittar hjá Rafmagsnveitu Reykjavíkur. Í upphafi 21. aldar var hafið að afhenda þær til Borgarskjalasafns og varðveitti safnið allar slíkar teikningar frá upphafi til ársins 2007. Um er að ræða sér raflagnateikningu eða raflagnateikningar fyrir hvert hús í Reykjavík. Í heildina voru þær í lokin orðnar um og yfir 21 þúsund talsins.

Á fyrrhluta þessa árs hófst metnaðarfullt átak við skönnun teikninga hjá Reykjavíkurborg með það markmiði að gera þær aðgengilegar á vef borgarinnar.  Þar á meðal voru raflagnateikningarnar. Nú hefur því verkefni verið lokið og hægt er að nálgast þær á teikningavef Reykjavíkurborgar. https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/ 

Á forsíðu vefsins er valin mappan "Verkfræðiteikningar" og í þeirri sýn sem opnast er hakað í boxið "Raflagnateikningar" vinstra megin. Þá koma upp allar raflagnateikningar sem síðan geymir. Efst í leitarreitinn er svo slegið inn heimilisfang og húsnúmer til að kalla fram raflagnanteikningu fyrir viðkomandi hús.

Einnig er hægt að leita á teikningavef Reykjavíkurborgar eftir aðalluppdráttum, skipulagsuppdráttum, örðum verkfræðiteikningum s.s. burðarþolsteikningum, lagnateikningum og sérteikningum og lóðateikningum.

Vert er að geta þess að teikningar af húsum í öðrum sveitarfélögum eru geymdar hjá viðeigandi stofnun í viðkomandi sveitarfélagi.