Síðustu opnunardagar lesstofu Borgarskjalasafns Reykjavíkur verða mánudaginn 15. desember og þriðjudaginn 16. desember n.k. frá 13:00-15:00. Eftir það verður lesstofan alfarið lokuð vegna niðurlagningar safnsins. Enn verður hægt að senda fyrirspurnir í gegnum fyrirspurnarformið okkar hér og verður öllum erindum áfram svarað.
Starfsfólk Borgarskjalasafns vill ennfremur þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína til okkar í gegnum árin og nýtt þjónustu lesstofunnar.