Skipulagstillögur sem ekki urðu að veruleika

Á sýningunni Skipulagstillögur sem ekki urðu að veruleika gefur meðal annars að líta líkön og ljósmyndir af ráðhúsum sem aldrei voru byggð og ýmiss konar gögn tengd byggingu ráðhúss og uppbyggingu nýs miðbæjar.

Þar gefst gestum til að mynda kostur á að skoða tillögur að ráðhúsi í Reykjavík sem kepptu við núverandi ráðhúsbyggingu og bera þær saman við fjölda ljósmynda af eldri tillögum sem komu fram, einkum á 5. og 6. áratugi 20. aldar.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.