Strætó í forgangi á Safnanótt 2019

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með fjölbreytta dagskrá á safnanótt föstudagskvöldið 8. febrúar og verður safnið opið kl. 18.00 til 23.00.

Dagskráin verður á 3ju hæð í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Strætó verður í forgangi að þessu sinni.

Strætókórinn syngur kl. 19.00.

Sýnd verða skjöl og ljósmyndir úr skjalasafni Strætó, bæði eldri og yngri. 

Á sérstakri myndgreiningarsýningu úr safni Strætó verða gestir beðnir að kanna hvort þeir þekki myndefnið.

Þá hafa fjölmargar leiðabækur Strætó verðir ljósmyndaðar og verðar aðgengilegar á vef.

Hér má skoða bækurnar:

Ökuleiðir 1932Ökuleiðir 1949Leiðabók 1957Leiðabók um 1965Leiðabók 26. maí 1968Leiðabók 1973 og leiðakerfi 1973Leiðabók 1978 og leiðakerfi 1978Leiðakerfi 1981Leiðabók 1985Leiðabók 1998Leiðabók sumaráætlun 2008