Svisslendingur leitar eftir upplýsingum um tvær konur í Reykjavík

Svisslendingurinn Dr. Ralph Erich Schmidt er nú við rannsóknir á Borgarskjalasafni og leitar til almennings og safna eftir upplýsingum um ættingja sína á Íslandi á fyrri hluta 20. aldrar. Frænka hans Dr. Adeline Rittershaus, var þekkt fræðikona og feministi og kom til Íslands í lok 19. aldar til þess að safna þjóðsögum og fleiri sögum sem lifðu í minni fólks. Hún gaf út bækur með sögunum í Þýskalandi.

Síðar kom hún aftur til Íslands og giftist Þorleifi H. Bjarnasyni yfirkennara við Lærða skóla, en Borgarskjalasafn varðveitir einmitt skjalasafn hans. Hún bjó í Reykjavík um tíma en hjónaband þeirra varð ekki langt.

Þau eignuðust dótturina Ingibjörgu Bjarnason árið 1901 sem ólst upp hjá móður sinni í Sviss. Ingibjörg hlaut vandaða skólagöngu, lauk stúdentsprófi og lærði eftir það meðal annars efnafræði, myndlist og dans. Ingibjörg kom í sumarleyfum til Íslands sem barn og unglingur og dvaldi hjá föður sínum og málaði hún þá talsvert af vatnslitamyndum. Hún vakti athygli sem myndlistarmaður í Paris og umgengst marga þekkta listamönnum þess tíma.

Síðar flutti Ingibjörg til Íslands á fjórða áratugum, þar sem hún rak verslunina Vera Simillon og nýtti efnafræðikunnáttu sína til að framleiða snyrtivörur sem sumar nutu mikilla vinsælda. Í stríðsbyrjun flutti Ingibjörg með dóttur sinni Veru til Argentínu, þar sem hún varð þekkt fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Hún lést árið 1977 í Argentínu.

Dr. Ralph Erich Schmidt leitar eftir upplýsingum um hvaðeina sem viðkemur frænkum sínum Dr. Adeline Rittershaus og Ingibjörgu (Stein) Bjarnason, bæði sendibréfum, ljósmyndum, málverkum og sögum af þeim og dvölum þeirra á Íslandi.

Borgarskjalasafn hefur einnig áhuga á því að komast að hvar safn ljósmynda Þorleifs H. Bjarnasonar er varðveitt en umfangsmikið skjalasafn hans hefur nær engar ljósmyndir að geyma.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu komið Dr. Ralph eða Borgarskjalasafni að gagni eru beðnir að senda póst á svanhildur.bogadottir@reykjavik.is eða hafa samband við Þorgeir Ragnarsson í síma 411-6050.