Húseignin Laugavegur 24

Nánari upplýsingar
Nafn Húseignin Laugavegur 24
Númer E-499
Lýsing

Lokað safn í 30 ár

Jóna Oddrún Ólafsdóttir fæddist 1905, látin 1983 og Albert Jónasson eiginmaður Oddrúnar, fæddist 1915, látinn 2007. Dætur þeirra eru Oddrún Albertsdóttir, fædd 1946 og L. Ásgerður
Albertsdóttir, fædd 1943.
Ólafur Magnússon faðir Jónu Oddrúnar rak reiðhjólaverkstæðið Fálkann sem lengi var til húsa að Laugavegi 24 í Reykjavík. Við lát Ólafs 1955 og skipti dánarbúsins kringum 1960
varð húseignin Laugavegur 24 ásamt bakhúsi og lóðinni Klapparstígur 35, Litla Klöpp, í eigu sex af níu börnum Ólafs, 5 dætra og 1 sonar.
Við fráfall Jónu Oddrúnar Ólafsdóttur 1983, sem var ein af eigendum Laugavegar 24, erfðu systurnar Oddrún og Ásgerður Albertsdætur og Albert faðir þeirra, hlut móðurinnar í húsinu.
Á sama tíma lá fyrir kaupsamningur að vesturhluta 1.hæðar og kjallara, sem þau hjón Jóna Oddrún og Albert keyptu. Eftir eignaskiptin var hljómplötudeild Fálkans hf. leigutaki að
eignarhlutanum til margra ára, þ.e. á árunum 1983-1993. Það féll í hlut Oddrúnar Albertsdóttur að varðveita skjöl húseignarinnar að Laugavegi 24.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-499 Húseignin Laugavegur 24
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2013
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð Laugavegur, Laugavegur 24, Jóna Oddrún Ólafsdóttir, Albert Jónasson