Sýningarkassi 6

Húsasmíði

 

Skjöl úr einkaskjalasafni Georgs Daniel Edvard Ahrens(f. 5. mars 1887 - d. 24. maí 1953) og Ingibjargar Erlendsdóttur Ahrens (f. 1. júlí 1885 - d. 16. maí 1968) (E-1/254)

 

Georg lærði trésmíðar í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem húsasmiður árið 1905. 

Faðir Georgs, Georg Daníel Edward Ahrens (f. 1953 - d. 1911) var einnig trésmiður. Hér má sjá sveinsbréf hans frá árinu 1875.

Georg fékk leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur að standa fyrir trésmíði húsa í Reykjavík árið 1928.

 

Georg og Ingibjörg Ahrens voru búsett að Skólastræti 5 í Reykjavík. Hér má sjá ljósmynd af hjónunum í kringum  1911/1912 ásamt ljósmynd af Skólastræti sem og afstöðumynd neðri hæðar hússins. 

Skjöl úr einkaskjalasafni Einars Árnasonar (f. 10. júlí 1863 - d. 13. mars 1949) og fjölskyldu (E-1/253)

Skjöl úr einkaskjalasafni Erlends Árnasonar (f. 11. nóvember 1852 - d. 30. júlí 1933) (E-1/248)

Sveinsbréf Einars Jónssonar í trésmíði (f. 1818 - d. óþekktur) frá árinu 1854. Einar, oftast nefndur Einar snikkari, byggði húsið að Skólastræti 5.

Árið 1881 var Einar gerður að heiðursfélaga Handiðnamannfélagsins (stofnað 1867, nú þekkt sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík)

Sveinsbréf Erlends Árnasonar í trésmíði árið 1878. Erlendur var nemi Einars Jónssonar og faðir Ingibjargar Ahrens. 

 

Skjöl úr einkaskjalasafni Konráðs Guðjónssonar (f. 1. nóvember 1907 - d. 28. apríl 1996) og Guðbjargar Benediktsdóttur (22. desember 1922 - 24. september 2001) (E-228)

Konráð Guðjónsson stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Hér má sjá viðverubók Konráðs við skólann árið 1929-1930 en hverjum nemenda var skylt samkvæmt lögum að halda úti slíka bók.

Iðnbréf Konráðs gefið út af lögreglustjóranum í Reykjavík árið 1933. Þá mátti hann hafa einstaklinga í vinnu en enga iðnnema. 

 

Meistarabréf Konráðs Guðjónssonar. Hann fékk sveinsbréfið sitt árið 1931 og meistaranafnbótina hlaut hann árið 1940.