Sýningarkassi 7

Eldsmíði 

 

Skjöl úr einkaskjalasafni Lofts Ámundasonar eldsmiðs (f. 13. nóvember 1914 - d. 10. janúar 1995) (E-484)

 

Málverk af Lofti munda verkfæri. 

Loftur lærði járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík og var á námssamningi í Vélsmiðjunni Héðni frá 1934-1938.

Að námi loknu sérhæfði Loftur sig í eldsmíði og hlaut meistararéttindi 1942.

Loftur starfaði sem eldsmiður hjá Landsmiðjunni í Reykjavík í 40 ár. Launaseðillinn ku vera eldri en dagbókin.

Teikningar Lofts frá námsárum hans í Iðnskólanum í Reykjavík.

Bifreiðasmíði og bifvélavirkjun

 

Sigurður Jakobsson sækir um meistararéttindi til Bifreiðasmíða árið 1942 eftir að iðnin varð viðurkennd og lögvernduð. Úr skjalasafni Lögreglunnar í Reykjavík. 

Vottorð frá Bílasmiðjunni vegna starfa Gísla Guðmundssonar sent til staðfestingar lögreglunnar í Reykjavík. Úr skjalasafni Lögreglunnar í Reykjavík.  

Verðskrá Heklu HF. í apríl 1973. Úr skjalasafni Félag iðn- og tæknigreina (E-169).