„Lát höndina starfa við hugans bál.“ Iðngreinar í Reykjavík á 19. og 20. öld. Aðgengileg á vefsíðu.

Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur „Lát höndina starfa við hugans bál“ er nú aðgengileg á heimasíðu okkar. 

Skjölin sem notuð eru á sýningunni koma flest úr einkaskjalasöfnum einstaklinga og félagasamtaka. Til sýnis eru sveins- og meistarabréf, diplómur, teikningar, ljósmyndir og önnur skjöl er sett hafa svip sinn á þróun iðngreina á Íslandi og þá sérstaklega í Reykjavík. 

Hægt er að smella á hvern „Sýningarkassa“ fyrir sig. Til að stækka skjölin innan hvers sýningarkassa þá þarf einfaldlega að smella á skjalið og opnast það í nýjum glugga. Með því að ýta á hnappinn „Til baka“ ferðu aftur á þessa upphafssíðu. 

Hér fyrir neðan má sjá efnislýsingu hvers sýningarkassa. 

Góða skemmtun. 

Sýningarkassi 1 
Skjöl er tengjast Iðnskólanum í Reykjavík, Félags íslenskra iðnrekenda, álitamál varðandi parketlagnir og bakaraiðn. 

Sýningarkassi 2
Skjöl er tengjast hárgreiðslu og snyrtifræði. 

Sýningarkassi 3 
Skjöl er tengjast skósmíði, prentsmíði, netagerð og múraraiðn.

Sýnignarkassi 4
Skjöl er tengjast kvenhattasaumur og kjólasaumur. 

Sýningarkassi 5  
Skjöl er tengjast húsgagnasmíði.

Sýningarkassi 6
Skjöl er tengjast húsasmíði.

Sýningarkassi 7
Skjöl er tengjast eldsmíði, bifreiðasmíði og bifvélavirkjun.