Sýningarkassi 1

Reykvískir iðnaðarmenn sendu Alþingi áskorun um að stofnaður yrði iðnskóli hér á landi árið 1903. Ósk þeirra rættist ári síðar. Skjal úr einkaskjalasafni Iðnaðarmannfélagi Reykjavíkur (E-4). 

 

Kennarar og nemendur fjórða bekkjar Iðnskólans í Reykjavík veturinn 1934-1935. Ljósmyndin er úr skjalasafni Jóns Halldórssonar, húsgagnasmíðameistara (E-36). 

Leiðarvísir við flatarteikningu og rúmteikningu handa iðnskólanemendum frá árinu 1907. Bókin er úr skjalasafni Jóns Halldórssonar, húsgagnasmíðameistar (E-36). 

 

Árshóf Félags íslenskra iðnrekenda 1968. Dagskrá og matseðillinn voru prentuð á málmplötur og á þeim má sjá hinar ýmsu iðngreinar innan vébanda félagsins. Úr einkaskjalasafni Sigríðar Björnsdóttur (E-488).

Álitamál var uppi um hvort parketlögn tilheyrði iðn húsa- eða húsgagnasmiða. Landssamband iðnðarmanna lagði til að parketlögn skyldi tilheyra iðn húsasmiða. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti tók undir þá ákvörðun. Úr einkaskjalasafni Jeppe Svendsen (f. 21. janúar 1891 - 14. október 1967), húsgagnameistara (E-252). 

 

 

 

Í bréfi atvinnu- og samgönguráðherra 22. október 1937, sem sjá má hér vinstra megin, kom fram „að Jeppe Svendsen hefur lagt fjölda af tíglagólfum áður en ofangreind ákvörðun ráðuneytisins var tekin“ og því var ekki út á það að setja að Jeppe skyldi halda áfram lagningu tíglagólfa. Áratug síðar eftir úrskurðinn vann Jeppe enn við lagningu og viðgerðum á parketgólfum samkvæmt reikningi til Kveldúlfs, 23. maí 1947. Úr einkaskjalasafni Jeppe Svendsen, húsgagnameistara (E-252).

Bakaraiðn

 Skjöl úr einkaskjalasafni Gríms Ólafssonar (E-1/196)

 

Sveinsbréf Gríms Ólafssonar bakara (f. 31. október 1862 - d. 23. ágúst 1946), gefið út af bæjarfógeta í Reykjavík 16. júlí 1884. Grímur var fyrsti Íslendingurinn til að taka sveinspróf í bakariðn hér á landi og er þetta því mögulega fyrsta útgefna sveinspróf í þeirri iðn. Grímur lærði undir handleiðslu J. E. Jensen frá Noregi í bakríinu hans sem oft var kallað „norska“ bakaríð við Fischersund 3. 

Árið 1918 var Grímur, þá 56 ára, gerður að heiðursfélaga í Bakarsveinafélagi Íslands í tilefni tíu ára afmæli félagsins. Grímur var meðal stofnenda félagsins árið 1908. 

Ljósmynd af Sveinafélaginu árið 1917.

Þekkir þú einhvern á myndinni? Sendu okkur línu á borgarskjalasafn@reykjavik.is