Sýningarkassi 2

Hárgreiðsla 

 

Jósefína Antonía Helgadóttir Zoëga (hér Josephina Antonia Hobbs f. 30. júlí 1893 - d. 17. september 1974). Lærði hárgreiðslu í Englandi. Hún stofnaði og rak Hárgreiðslustofu Reykjavíkur í Aðalstræti 10 á árunum 1927-1940 ásamt snyrtistofu. Samhliða var hún með rekstur á Hótel Borg á árunum 1930-1932.  Skráning iðnaðarfólks í Reykjavík úr skjalasafni Lögreglustjórans í Reykjavík. 

Auglýsing úr Alþýðublaðinu 13. júlí 1927 er hárgreiðslustofa Jónínu tók til starfa árið 1927 í Aðalstræti 10.  

Auglýsing vegna árshátíðar hárskera og hárgreiðslukvenna úr Nýja dagblaðinu 1936 en aðgöngumiðar voru meðal annars seldir á hárgreiðslustofu hennar.

Dæmi um hárgreiðslu árið 1940 í tímaritinu Vikunni.

 

 Hrefna Þorkelsdóttir (f. 9. nóvember 1896 - d. 23. júní 1933). Lærði fagið í Danmörku og fór í framhaldsnám í Berlín sumarið 1931. Opnaði hárgreiðslustofuna Hrefna Þorkelsdóttir í Ingólfsvholi árið 1930. Skráning iðnaðarfólks í Reykjavík úr skjalasafni Lögreglustjórans í Reykjavík. 

Hrefna Þorkelsdóttir auglýsti opnun hárgreiðslustofu sinnar í Morgunblaðinu 12. desember 1930. Samkvæmt skráningu lögreglustjórans var hún þó réttlaus til þess að reka hárgreiðslustofu og jafnframt bæri henni að læra iðnina sem og að taka próf í henni. 

Skjöl úr einkaskjalasafni Ragnheiðar Jóhannesdóttur Lynge (f. 6. september 1911 - d. 23. febrúar 1996) (E-1/199)

 

Ragnheiður fékk sveinsbréf sitt í hárgreiðslu árið 1936 og meistarabréf árið 1939. Áður hafði hún farið út fyrir landsteinanna og útskrifaðst með diplómu í hárgreiðslu kvenna í Hamborg, Þýskalandi í október 1932. 

Ragnheiður lærði einnig snyrtifræði og útskrifaðist úr „frönsku skóla“ Kirsten Myhre Petersen í Osló, Noregi með diplómu í fræðinni árið 1935.

 

Ragnheiður Lynge átti og rak hárgreiðslustofuna Carmen á Laugavegi 64. Eftir utanför árið 1937 birtist auglýsing í Þjóðviljanum og Reykjavíkurdömum aðstoð sína varðandi nýjustu hártísku stórborganna.