Sýningarkassi 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skósmíði 

 Skjöl úr einkaskjalasafni Hvannbergsbræðra (E-399)

 

Meistarabréf Jónasar Hvannbergs (f. 4. nóvember 1893 - d. 1. apríl 1972), skósmiðs, 17. janúar 1939.

 

Starfsfólk skóverslunar Hvannbergsbræðra. 

 

Efri röð frá hægri Guðmundur Norðfjörð skósmiður, Guðfinna Guðmundsdóttir systir Þórðar, Þórður, Valgeir Einarsson, Friðrik Welding skósmiður.

Neðri röð frá hægri Sigtryggur Árnason, Jónas Hvannberg, Frímann Ólafsson.

Viðskipti Hvannbergsbræðra náðu út fyrir landsteininn. Bréfasamskipti John Cooper & Sons skóframleiðenda í Leicester, Englandi og skóverslunarinnar Hvannbergsbræðra

 

Skóverslun Hvannbergsbræðra var stofnuð árið 1916 af Jónasi og bróður hans Erlendi (f. 23. október 1896 - d. 12. mars 1919). Erlendur lést árið 1919 og var þá Jónas aðaleigandi og forstjóri verslunarinnar. Verslunin var fyrst til húsa í Hafnarstræti 15 til ársins 1921. Þaðan var verslunin flutt í Eimskipahúsið við Pósthússtræti 2, sjá ljósmynd, og var þar til húsa í rúmlega hálfa öld þar til hún flutti á Laugaveg 24. Starfseminni var hætt árið 1996.

Prentsmíði og netagerð

 

Haukur Herbertsson (f. 28. febrúar 1912 - 13. apríl 1977) sótti um full meistarréttindi árið 1937 eftir að hafa starfað í prentsmiðju föður síns, Herberts Sigmundssonar (f. 20. júní 1883 - d. 14. apríl 1931) eftir andlát hans. Hann fékk stuðning Hins íslenska prentarafélags, Félags íslenskra prentsmiðjueigenda og forstjóra Ríkisprentsmiðjunnar. Herbertsprent prentaði sveinsbréf á Íslandi um tíma. Úr skjalasafni Lögreglustjórans í Reykjavík. 

Reikningur vegna prentun á Dætur Reykjavík  frá prentsmiðju Jóns Helgasonar (f. 24. maí 1877 - d. 18. janúar 1961), sem var við Bergstaðastræti 27 frá árinu 1925 (þá sem prentsmiðjan Ljósberinn). Jón starfrækti hana til ársins 1952. Þá tók sonur hans Baldur við rekstrinum til ársins 1960. Úr einkaskjalasafni Jóns Helgasonar (E-195).

 

Meistarabréf Björns Benediktssonar (f. 29. apríl 1890 - d. 18. mars 1957), netagerðarmeistara. Björn stofnsetti sitt eigið netaverkstæði árið 1924 í húsakynnum Timburverkstæðis Völundar. Árið 1933 byggði hann sitt eigið verkstæði og varð hans eigið fyrirtæki Björn Benediktsson h.f. stofnsett árið 1948. Úr einkaskjalasafni Sigríðar Björnsdóttur (E-488). 

 

Múraraiðn

 

Meistarbréf Marteins Davíðssonar (f. 26. október 1914 - d. 2. nóvember 1995) múrarameistara og steinlistamanns. Eftir hann liggja fjölmörg verk hvort sem um ræðir listaverk úr steinum, hlaðin hús eða arna svo dæmi séu nefnd. Úr skjalasafni Lögreglustjórans í Reykjavík. 

Verðskrá Múr- og steinsmíðafélagsins frá árinu 1907. Úr skjalasafni Múrarameistarfélagi Reykjavíkur (E-525).

 

 

Umsókn Einars Jóhannssonar (f. 17. febrúar 1896 - d. 2. janúar 1960) um inngöngu í Múrarameistarafélag Reykjavíkur eftir flutning hans frá Siglufirði til Reykjavíkur. Úr skjalasafni Múrarameistarasambandi Reykjavíkur (E-525).