Ljósmyndir úr einkaskjalasafni Meyvants Sigurðssonar (f. 1894 - d. 1990)

„Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég.
„Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég." (texti: Hannes Hafstein). Ljósmynd úr einkaskjalasafni Meyvants Sigurðssonar nr. E-491. ©Borgarskjalasafn Reykjavíkur

Ljósmyndir eru einstakar heimildir og geta gefið okkur hugmynd af því sem einu sinni var. Í skjalasöfnum opinberra aðila og einkaaðila er oft að finna áhugaverðar og skemmtilegar ljósmyndir sem varpa ljósi á verkefni stjórnsýslunnar og daglegt líf almennings.

Hluti af stafræningu safnkosts Borgarskjalasafns síðustu ára hefur verið meðal annars að skanna inn slík ljósmyndasöfn til langtíma varðveislu.

Á liðnum vikum voru birtar ljósmyndir úr einkaskjalasafni Meyvants Sigurðssonar nr. E-491 og voru ljósmyndir af einstaklingum í forgrunni. Borgarskjalasafn fékk frábærar viðtökur við þeirri umfjöllun og má sjá umfjöllunina hér.

Núna höldum við áfram að birta ljósmyndir úr skjalasafni Meyvants og beinum sjónum okkar að ljósmyndum af mannvirkjum og landslagsmyndum svo fátt eitt sé nefnt. 

Ef þú hefur einhverja ábendingu varðandi ljósmyndirnar er hægt að senda okkur línu í gegnum netfangið okkar borgarskjalasafn@reykjavik.is eða setja inn athugasemd á myndirnar á facebook síðu safnsins sjá hér.