Hæhó og jibbíjeij

„Ég sé enn þúsundir fólks saman komið á hinum forna þingstað, þar sem elsta þing heimsins var haft, …
„Ég sé enn þúsundir fólks saman komið á hinum forna þingstað, þar sem elsta þing heimsins var haft, og sjá svona fullt af fólki standa á Lögbergi, og hlýða á þing enn einu sinni. Þar að auki var þetta fæðingardagur hins nýja íslenska lýðveldis."

Í dag eru 80 ár liðin frá stofndegi lýðveldisins Íslands. Starfsfólk Borgarskjalasafns Reykjavíkur vill óska öllum til hamingju með daginn.

Sum eru kannski forvitin að lesa samtímaheimild frá degi sem þessum og langar okkur því, í tilefni dagsins, að birta dagbókarfærslu frá þessum degi. 

Þann 17. júní 1944 keypti Jóhannes Proppé (f. 1926 - d. 2012), þá 18 ára gamall dagbók. Við fáum að skyggnast inn í hugarheim hans á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hvernig var hátíðarhöldunum háttað og hver var upplifun hans af þessum merka viðburði í Íslandassögunni? Við fáum að lesa um hátíðarhöldin á Þingvöllum þann 17. júní 1944, annars vegar, og hins vegar hátíðarhöldin í Reykjavík, daginn eftir, eða þann 18. júní 1944. 

Einkaskjalasafns Jóhannes Proppé er varðveitt á Borgarskjalasafni Reykjavíkur nr. E-117. Hægt er að skoða skjalaskrá safnsins hér.