Eyjólfur Eiríksson

Eyjólfur Eiríksson (1874-1941)

ATH: Safnið var afhent til fjölskyldu Eyjólfs Eiríkssonar, skv. beiðni í maí 2013 og er því ekki lengur á Borgarskjalasafni. Hluti safnsins var ljósmyndaður með leyfi fjölskyldunnar og er hægt að skoða þann hluta hér á eftir. Annað hefur verið fjarlægt úr skrá á netinu.

(Einkaskjalasafn nr. 199)

Eyjólfur Eiríksson
kaupmaður og veggfóðrari

Eyjólfur Eiríksson fæddist 7. apríl 1874 í Minni Vök, Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, og lést 26. mars 1941.
Móðir hans var Ingveldur Eiríksdóttir, f. 14. júlí 1842; var hann einn níu systkina. Fyrri kona Eyjólfs var Helga Guðrún Eyvindsdóttir, f. 17. ágúst 1851 á Kirkjubóli, Miðneshreppi, Gullbringusýslu, d. 8. janúar 1923; fyrri maður hennar var Hákon Eyjólfsson frá Stafnesi í Miðneshreppi.
Börn Helgu Guðrúnar og stjúpbörn Eyjólfs voru Vilhjálmur Chr. og Dagbjörg Hákonarbörn; eiginmaður Dagbjargar var Georg Rasmussen vélstjóri.
Seinni kona Eyjólfs var Ólína Jónsdóttir, f. 29. maí 1891, á Mosfellsstöðum í Skorradal, Borgarfjarðarsýslu, látin 5. júní 1970. Dætur þeirra eru Margrét Guðrún, f. 1. nóv. 1922 og Oddný, f. 2. febrúar 1927.
Eyjólfur bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarstræti 16 í Reykjavík og var kaupmaður og húsgagnasmiður, en stundaði jafnframt veggfóðrun.
Áslaug Sverrisdóttir, starfsmaður munadeildar Árbæjarsafns, afhenti þann 7. febr. 2001 safninu skjöl þessi og ljósmyndir úr búi Eyjólfs Eiríkssonar.

Úr skjölum Eyjólfs Eiríkssonar

Til minnis um aldur móður og barna, 1919.
Arfleiðsluskrá, 1911.
Byggingarbréf, 1890.
Uppboðsbréf, uppboð m.a. á sjóhatti og leðurbrók,1910.
Útskrift úr Manntalsbókum fyrir Reykjavík 1881-1908. Íbúar á Hótel Alexandra við Hafnarstræti 16 í Reykjavík.
Félagatal stúkunnar Hallveig Nr. 3 á Íslandi, I.O.O.F., janúar 1926.
Happdrættismiði Sálarrannsóknarfélagsins, 1946.
Tvö ljóð og vísur.