Fréttir

Þekkir þú þessi íþróttafélög?

Borgarskjalasafn Reykjavíkur,  í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og önnur héraðsskjalasöfn, stendur fyrir söfnun skjala íþróttafélaga í Reykjavík til varðveislu á safninu.

Átak í söfnun skjala íþróttafélaga og um íþróttastarf í Reykjavík

Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða á Íslandi hafið samstarf um söfnun og skráningu á íþróttatengdum skjölum eins og  sendibréfum, ljósmyndum, myndböndum, fundargerðum,  mótaskrám, félagaskrám, bókhaldi og merkjum.