23.12.2024
Í fjórðu og síðustu jólagrein Borgarskjalasafns lítum við niður í dagbók sem má finna í skjalasafni Verslunarinnar Baldur nr. E-103. Júlíus Guðmundsson átti og rak Verslunina Baldur frá árinu 1930-1973/1974 sem staðsett var á Framnesvegi 29. Bróðir hans Ragnar Guðmundsson (f. 1903- d. 1998) hafði stofnað verslunina nokkrum árum áður.
19.12.2024
Starfsfólk Borgarskjalasafns Reykjavíkur óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Við þökkum kærlega fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og minnum á að á nýju ári verður áfram hægt að senda fyrirspurnir til safnsins í gegnum vefsíðu þess;
https://www.borgarskjalasafn.is/ - „Senda fyrirspurn“
Með bestu jólakveðju,
starfsfólk Borgraskjalasafns Reykjavíkur
18.12.2024
Afgreiðslutími á lesstofu Borgarskjalasafns Reykjavíkur yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
desember – 13.00-15:00
desember - 13:00-15:00
Alltaf er hægt að hafa samband og senda fyrirspurnir í gegnum vef safnsins;
https://www.borgarskjalasafn.is/ - „Senda fyrirspurn“
16.12.2024
Í þriðju „jólagrein“ Borgarskjalasafns Reykjavíkur skyggnumst við í bréfasafn Guðlaugar (Lóu) Elínar Úlfarsdóttur (f. 1918 - d. 2002) hannyrðarkonu í skjalasafni hennar nr. E-239.
09.12.2024
Lesstofa Borgarskjalasafns verður lokuð þriðjudaginn 10. desember n.k.
02.12.2024
Á hverjum mánudegi eftir aðventu mun Borgarskjalasafn Reykjavíkur birta litlar „jólagreinar“ sem sýna jólahefðir Reykvíkinga í gegnum árin sem finna má í skjölum safnkosts safnsins.
22.07.2024
Síðari ljósmyndaumfjöllun úr einkaskjalasafni systkinanna Hólmfríðar Kragh og Kristjáns Valgeirs.
08.07.2024
Einkaskjalasafnið hefur að geyma yfir þriðja þúsund ljósmynda.
03.07.2024
Lesstofa Borgarskjalasafns Reykjavíkur verður lokuð milli dagana 8. júlí – 26. júlí.
Fyrirspurnum verður svarað í gegnum fyrirspurnarform á vefsíðu safnsins;
https://www.borgarskjalasafn.is/is/senda-fyrirspurn
Hefðbundin opnun hefst að nýju 29. júlí.