03.01.2024
Í upphafi nýs árs vill Borgarskjalasafn Reykjavíkur minna á að afgreiðsla safnsins verða áfram opin virka daga milli 13.00-16.00 á árinu 2024 og mun svara fyrirspurnum úr safnkosti á vef safnsins.
20.12.2023
Starfsfólk Borgarskjalasafns óskar öllum nær og fjær, til sjávar og sveita, á láði og legi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
19.12.2023
Afgreiðslutími á lesstofu Borgarskjalasafns næstu daga og yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
20. desember 13:00-16:00
21. desember 13:00-16:00
22. desember 13:00-16:00
27. desember 13:00-16:00
28. desember 13:00-16:00
29. desember 13:00-16:00
02. janúar 13:00-16:00
Með jólakveðju, starfsfólk
🎅🤶🧑🎄
12.12.2023
Lesstofa Borgarskjalasafns verður opin styttra í dag, 12. desember 2023 eða frá kl. 14.00-16.00
Lesstofan verður opin með hefðbundnum hætti á morgun.
Hægt er að senda fyrirspurnir á borgarskjalasafn@reykjavik.is eða á vef safnsins www.borgarskjalasafn.is/is/senda-fyrirspurn
01.12.2023
Sýningin er á 3. og 4. hæð á Tryggvagötu 15 – Grófarhúsi í stigagangi og lesstofu safnsins, sem opin er alla virka daga frá 13:00 – 16:00.
22.11.2023
Frá og með 1. janúar 2024 munu stjórnsýsla og stofnanir Reykjavíkurborgar skila skjölum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands.
16.11.2023
… með safnkosti Borgarskjalasafns Reykjavíkur er hægt að þræða saman vefi ólíkra upplýsinga og búa til heildstæða sögu
27.10.2023
Eftir andlát Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi var unnin bókaskrá um bækur í eigu hans við andlátið. Skráin var unnin af Benedikt Stefánssyni eftir andlát Erlendar 1947. Hún birtist hér í heild sinni.
12.09.2023
Borgarskjalasafn vill vekja athygli á því að nú eru allar raflagnateikningar húsa í Reykjavík fram til 2007, sem safnið varðveitti áður, nú aðgengilegar á teikningavef Reykjavíkurborgar https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/
18.08.2023
Í tilefni Menningarnætur 2023 kynnir Borgarskjalasafn sýninguna Menning byrjar í æsku.